ÞJÓNUSTA

Almennt rafmagn

Við önnumst alla almenna raflagnavinnu og dyrasímakerfi í hús, fjölbýli, verslanir, leikskóla og skóla, auk þjónustusamninga við einstaklinga, félög og opinberar stofnanir. Við höfum þekkingu og reynslu á hleðslubúnaði fyrir rafbíla, bæði til einkanota og fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Töflusmíði

Árið 1980 hófust smíðar á skápum til afldreifingar frá fyrirtækinu ELEK. Árið 1993 hóf H&S samstarf við ABB um innflutning á skápaefni og voru framleiddir yfir 300 ABB skápar til ársins 2015, en þá hófst nýtt tímabil í skápasmíði með samstarfi við stórfyrirtækin VEO og EAVENUE.

Iðnaðarrafmagn

Við höfum að baki mikla reynslu við uppsetningu og eftirlit á rafkerfum, bæði smáspennu- og lágspennukerfum, ásamt stýringum fyrir stjórnkerfi, loftræstikerfi og sundlaugakerfi, auk fiskeldisframleiðslu. Einnig höfum við reynslu í löggiltum orkumælasölubúnaði fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki.

Brunaviðvörunarkerfi, innbrotaviðvörunar, aðgangsstýringa, sjúkrakalls & neyðarlýsingarkerfi

H&S hefur sett upp hundruði kerfa í gegnum tíðina frá öllum innflytendum slíkra kerfa á Íslandi. Við höfum allan búnað til prófunar á kerfum og getum gefið út prófunarskýrslur til viðeigandi stofnanna.

Rafmagnsopnun & aðgangsstýringar

H&S er í samstarfi við Vélar og Verkfæri um uppsetningu á rafmagnshurðapumpum frá DORMA. Við sjáum einning um uppsetningar á aðgangsstýringum frá Paxton og Tesa. Starfsmenn H&S hafa farið í þjálfun hjá Paxton í Bretlandi.

Tölvulagnir

Við höfum mikla reynslu í lagnavinnu og uppsetningu tölvukerfa, bæði CAT- og ljósleiðarastrengjum, ásamt fullkomnum búnaði til prófunar og skýrslugerðar.

Hönnun rafkerfa

H&S hefur í gegnum árin hannað fjölda verkefna fyrir bæði smáspennu og lágspennu, ásamt afldreifingu fyrir stóriðnað.

Iðntölvustýringar

Við höfum viðamikla reynslu í forritun á Dali og Modbus stýrikerfum.

Ertu þú með eitthvað í huga?

Sendu okkur fyrirspurn með því að ýta á takkan hér.